Nemendafélag FSH

19.10.2006

Nemendur á sveitarstjórnarfundi í Norðurþingi

Þriðjudaginn 17. október fóru nemendur í félagsfræði 303 á sveitarstjórnarfund ásamt kennara sínum Arnfríði Aðalsteinsdóttur. Heimsóknin er hluti af náminu í félagsfræði 303 en meginmarkmið áfangans er einmitt að gera nemendur hæfari til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Í kjölfar heimsóknarinnar skrifa nemendur skýrslu um stjórnskipan sveitarstjórnarinnar og upplifun sína af fundinum. Hver veit nema að í þessum hópi leynist stjórnmálamenn framtíðarinnar.