Nemendafélag FSH

26.10.2006

Miðannarmat

Nú er búið að birta í Innu svokallað miðannarmat. Þar er nemendum gefin einkunn  í heilum tölum í hverri námsgrein fyrir sig. Miðannarmatið er eingöngu hugsað sem vísbending um stöðuna, hvatning til þeirra sem standa sig vel og ábending til þeirra sem þurfa að bæta sig. Ólíkir þættir geta legið að baki matinu milli greina. Miðannarmatið gildir ekki sem hluti af lokaeinkunn heldur er það mat kennarans á vinnu nemandans og námsárangri á fyrri hluta annarinar.  Matið ætti að vera jákvæð örvun fyrir alla nemendur. 
Það er okkar von að þetta mat bæti upplýsingagjöf milli skóla og heimilis og auðveldi foreldrum að fylgjast með námi barna sinna.