Nemendafélag FSH

27.10.2006

10. bekkur Borgarhólsskóla í heimsókn

Miðvikudaginn 18. október komu nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla í heimsókn ásamt Helenu Eydísi Ingólfsdóttur námsráðgjafa og kennurum sínum þeim Guðmundi Friðgeirssyni og Jóhanni Kristni Gunnarssyni. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna framhaldsskólann fyrir nemendum grunnskólans. Það voru stjórnarmenn nemendafélagsins þau Halla Marín Hafþórsdóttir, Ingvar Björn Guðlaugsson, Þórveig Traustadóttir og Erna Jóna Jakobsdóttir sem báru hitann og þungann af kynningunni ásamt Gunnari Baldurssyni aðstoðarskólameistara og Arnfríði Aðalsteinsdóttur námsráðgjafa. Í lok heimsóknarinnar sátu nemendur Borgarhólsskóla tvær stuttar kennslustundir ásamt nemendum framhaldsskólans. Við þökkum krökkunum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau hress og kát í skólanum næsta haust.
Fleiri myndir