Nemendafélag FSH

14.9.2006

Síðasti busadagurinn 2006

Það teygðist töluvert á busadögum því skipuleggjendur vildu fá alvöru góðviðrisdag til að enda vígsluna og hann kom 12. sept. Nýnemar skemmtu eldri nemum og starfsliði skólans með miklum tilþrifum í risafótbolta og fleiri útileikjum og að lokum buðu Heimabakarí, Norðlenska og Norðurmjólk öllum í pylsugrill og mjólkursopa. Hafi þau kæra þökk fyrir.
Busavígsla þessa árs verður sérstaklega í minnum höfð vegna þess hve hún fór vel fram að öllu leyti. Eldri nemendur eiga heiður skilinn fyrir að sleppa  öllu ofbeldi og ógeðslegheitum og vonandi finnst fjölmiðlum það vera fréttaefni fremur en lágkúran sem viðgengist hefur allt of lengi um land allt. Áfram í þessum stíl, nemendur FSH!!
Fleiri myndir