Nemendafélag FSH

2.4.2006

Loksins er kominn snjór og skíðafæri

SkíðamennLoksins kom snjór svo það var hægt að opna skíðalyftuna í Melnum. Mikið líf var hér í kringum skólann í síðustu viku þegar lyftan var komin í gang og brekkan full af fólki á skíðum og brettum. Einnig var útbúin gönguskíðabraut hér á lóðinni sunnan við skólann. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var veðrið gott og fólk skemmti sér vel. Nemendur og kennarar úr Borgarhólsskóla fengu leiðsögn í skíðagöngu.
Myndir