Nemendafélag FSH

15.12.2005

Ína Valgerður áfram í Idolinu !

Ína ValgerðurEins og við erum flest búin að frétta þá komst Ína Valgerður okkar áfram í Idolinu á föstudaginn. Fjölmennt var á Fosshótel Húsavík þetta kvöld og var mikill fögnuður, þegar í ljós kom að Ína Valgerður hefði fengið næst flest atkvæði. Þar með er hún komin í 12 manna úrslit sem verða í Smáralindinni þann 27. janúar. Ína stóð sig mjög vel og hlökkum við til að fylgjast með henni áfram. Hún reiknar með að taka sér frí frá námi á næstu önn því þátttakan í Idolinu tekur mikinn tíma. Við óskum Inu góðs gengis á nýju ári og þökkum fyrir samveruna á önninni.