Nemendafélag FSH

6.12.2005

Dálkurinn kominn út !

Svava og RósaNú er komið út fréttablað starfsbrautar FSH sem nefnist Dálkurinn. Það er glæsilegt 10 síðna litprentað blað. Nemendur á starfsbraut hafa verið að vinna að blaðinu í vetur sem hluta af íslenskunámi sínu.   Nokkur fyrirtæki í bænum hafa styrkt útgáfuna og með því gert hana mögulega. Blaðið er ekki gefið út í mörgum eintökum en það liggur frammi á bókasöfnum bæjarins og hársnyrtistofunum. Svava Björk Ólafsdóttir, leiðbeinandi á starfsbraut er ábyrgðarmaður.
Nemendur starfsbrautar hafa nú lokið prófum og eru nú í verklegu starfsnámi hjá fyrirtækjum og stofnunum bæjarins fram að jólafríi.
Rósa Hrönn Árnadóttir, umsjónarkennari starfsbrautarinnar er þessa dagana að fara í fæðingarorlof og hættir störfum við skólann eftir frábært starf s.l. þrjú og hálft ár. Við þökkum Rósu fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.