Nemendafélag FSH

23.11.2005

Til Noregs í æfingabúðir

Stefán JónEinn af nemendum okkar, Stefán Jón Sigurgeirsson er mikill skíðamaður og er nú að fara í 4ra vikna æfingabúðir til  Geilo í Noregi. Hann fer þangað með úrvalshópi  unglinga á aldrinum 15-18 ára frá Skíðafélagi Akureyrar en þjálfari þeirra er Fjalar Úlfarsson. Stefán Jón verður úti á prófatíma og fær því sérstakt leyfi til að taka prófin úti í Noregi. Við vonum að Stefáni gangi vel á skíðunum og í prófunum.