Nemendafélag FSH

25.11.2005

Heimsókn til skrifstofu verkalýðsfélaganna

Nemendur í félagsfræði 103 ásamt Arnfríði Aðalsteinsdóttur kennara sínum brugðu sér af bæ í dag og heimsóttu skrifstofu stéttarfélaganna. Tilgangurinn var að fræðast um helstu hagsmunasamtök á íslenskum vinnumarkaði og hvaða hlutverki þau gegna. Aðalsteinn Baldursson tók á móti hópnum ásamt Snæbirni Sigurðssyni og Jónínu Hermannsdóttur. Aðalsteinn fræddi okkur um starfsemi stéttarfélaganna og mikilvægi þess að félagsmenn taki virkan þátt í starfi félaganna.

Það er hlutverk skólans að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa þá sem best undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, þátttöku í atvinnulífinu og frekara námi. Til að ná þessum markmiðum er mikilvægt að skólinn sé í góðum tengslum við atvinnulífið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra orðaði þetta ágætlega á menntadegi iðnaðarins þegar hún sagði að skóli væri ekki bara skóli og vinna ekki bara vinna heldur yrðu menntun og atvinnulíf að mynda samverkandi heild og styðja hvort annað. Aðalsteinn, Snæbjörn og Jónína kærar þakkir fyrir frábærar mótttökur það var gaman að koma til ykkar.

Nemendur í FÉL103 Nemendur í FÉL103 Nemendur í FÉL103