Nemendafélag FSH

15.11.2005

Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Það er fæðingar dagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í framhaldsskólanum er dagsins minnst eins og í fleiri skólum. Nemendur í íslensku munu eftir löngufrímínútur lesa úr verkum Jónasar á göngum skólans.
Við bendum á að í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð verður hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Bein útsending verður frá dagskránni kl. 16:00 og er hægt að horfa á hana í gegnum netið. Slóðin er http://sjonvarp.khi.is

Fyrirlesarar eru:

 1. Tími í ÍSL303Haraldur Bernharðsson, málfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
  Móðurmálskennsla gegn málbreytingum. Nauðsynlegt björgunarstarf eða tilgangslaust stríð?
  Í móðurmálskennslu hefur löngum verið lögð mikil áhersla á að sporna við málbreytingum og þær þá gjarna nefndar málvillur. Auðvelt er að láta sér skiljast af þessu og umræðu um íslenskt mál almennt að allar málbreytingar hljóti að vera afar óæskilegar, ef ekki beinlínis skaðlegar framtíð tungumálsins, og okkur beri skylda til að berjast gegn þeim með öllum tiltækum ráðum. En er það óhjákvæmileg niðurstaða? Eru allar málbreytingar jafnhættulegar? Og eru áherslurnar í móðurmálskennslu og umræðu um íslenskt mál þá alltaf á réttum stöðum?
 2. Gauti Kristmannsson, aðjunkt í HÍ
  Tæta tökuorðin og trylla?
   Í þessu erindi verður farið aðeins yfir forsendur íslenskrar málstefnu og þeirri spurningu velt upp hvort æskilegt sé að gera tökuorð tabú í ljósi þeirra öru breytinga sem eru að verða á öllu umhverfi okkar. Verður gjáin milli talmáls og ritmáls ekki einfaldlega stærri fyrir vikið?
 3. Sigurður Konráðsson, prófessor í Kennaraháskóla Íslands
  Orðmyndun og aðlögun á miðbernsku í máli miðbarna: Konukast og Hakk Tómas
  Íslensk málnefnd hefur á stefnuskrá sinni að hvetja börn og ungmenni til þess að mynda ný orð og taka á þann hátt virkan þátt í að efla íslenskt mál. Rætt verður um leiðir sem börn og unglingar fara til þess að búa til ný orð en þær aðferðir eru ekki alltaf hinar sömu og dæmigerðir orðmyndunarfræðingar beita. Margir telja sköpun eftirsóknarverða og erfitt er að finna geðslegri leið til þess að sinna henni en þá að láta sér detta í hug orð um gamalt efni eða nýtt.