Nemendafélag FSH

5.10.2005

Námskeiðið “Ungir frumkvöðlar” á Húsavík

Dagana 14.-16. október verður haldið námskeið hér á Húsavík á vegum Imru-nýsköpunarmiðstöðvar. Þetta er þriggja daga frumkvöðlasmiðja og er fyrir jákvæða og áhugasama einstaklinga á aldrinum 15-20 ára. Nemendur læra ýmislegt um samninga- og sölutækni, þjónustu, aðferðir við að leysa vandamál, tímastjórnun, grunnatriði bókhalds og fá þjálfun við að tjá sig.
Námskeiðið er það fimmta sem haldið verður undir merkjum Ungra frumkvöðla hérlendis. Leiðbeinandi á námskeiðinu er G. Ágúst Pétursson, stjórnarformaður Frumkvöðlafræðslunnar ses. og verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005, samkeppni um viðskiptaáætlanir.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, geta skráð sig á vef Impru, www.impra.is og á vef Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, www.atthing.is. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Impru í síma 460-7970 eða starfsmenn Atvinnuþrónarfélags Þingeyinga í síma 464-0415.
Nánari upplýsingar hér.

Síðasti dagur til að skila inn umsókn er miðvikudagurinn 12.