Nemendafélag FSH

26.10.2005

Kvennafrídagurinn

Aldey og KittaÞrátt fyrir haustfríi í skólanum á mánudaginn þá tóku stúlkur frá FSH þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975. Farið var í göngu um bæinn og síðan haldinn fundur í verkalýðssalnum. Þar mættu 70-80 konur frá hinum ýmsu vinnustöðum í bænum. Starfsfólk leikskólanna og í Úrvali voru áberandi í því að hvetja til þessara fundahalda. Á fundinum í verkalýðssalnum var Arnfríður Aðalsteinsdóttir kennari við FSH með fróðlegan fyrirlestur um kynbundinn vinnumarkað, orsök og afleiðingu. Margar konur tóku til máls á fundinum þ.á.m. Sigrún Hauksdóttir og Brynhildur Bjarnadóttir sem sögðu sína sögu frá kvennarfrídeginum 1975 og mörgu fleiru. Lilja Skarphéðins stjórnaði líflegum fjöldasöng. Eins og myndirnar sýna var þetta hin besta skemmtun. Framhaldsskólastúlkurnar sem tóku þátt í hátíðahöldunum munu eflaust miðla sinni vitneskju til hinna sem ekki sáu sér fært að mæta og syngja með þeim:
"En þori ég, vil ég get ég?
Já, ég þori, get og vil."  
Myndir frá fundinum