Nemendafélag FSH

12.10.2005

Ingibjörg Gunnarsdóttir kemur í heimsókn

Dr. Ingibjörg GunnarsdóttirÁ föstudag 14. okt. mun Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir heimsækja FSH og kynna nemendum nám sitt og störf eftir stúdentsprófið frá FSH. Kallað verður á sal skólans eftir manntal í þriðja tíma kl. 10.20.
Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fædd 1974, dóttir Steinunnar Þórhallsdóttur og Gunnars Rafns Jónssonar og lauk stúdentsprófi frá FSH í des. 1993. Stundaði nám við HÍ og lauk B.Sc. í matvælafræði 1997, M.Sc. í næringarfræði 1999 og doktorsprófi í næringarfræði 2003. Hún er afkastamikill vísindamaður og hefur átt þátt í fjölda vísindagreina og kynnt rannsóknir sínar á tugum ráðstefna um matvæla og næringarfræði.
Hún varð fyrst til að útskrifast með doktorspróf af stúdentum FSH og starfar nú sem verkefnisstjóri við Rannsóknarstofu í næringarfræði við  LSH og kennir auk þess við Matvæla- og næringarfræðiskor raunvísindadeildar HÍ. Ofan á öll þessi afköst hefur hún gift sig og eignast þrjá syni sem eru fæddir 2000, 2002 og 2004. Eiginmaður henner er Ólafur Heimir Guðmundsson, viðskiptafræðingur.

Laugardaginn 15. október kl. 14:00 flytur Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir fyrirlestur í Safnahúsinu. Hann ber heitið “SEGÐU MÉR HVAÐ ÉG Á AÐ BORÐA, skiptir næring snemma á lífsleiðinni skipti máli fyrir heilsu síðar á ævinni”
Þessi heimsókn Ingibjargar Gunnarsdóttur til Húsavíkur er samstarfsverkefni FSH og Safnahússins á Húsavík.