Nemendafélag FSH

18.11.2004

Þátttaka nemenda FSH í Ólympíuleikunum í nýsköpun

Tveir nemendur frá FSH, þeir Halldór Jón Gíslason og Eiríkur Fannar Jónsson tóku þátt í Ólympíuleikunum í nýsköpun sem fram fóru á Akureyri, en keppnin byrjaði  í gær 17.nóv og lauk núna í dag kl. 11:00.  Auk þeirra voru í Íslenska liðinu nemendur frá MA og VMA.

Nú er hægt að skoða afrakstur þeirra og annara keppenda á heimasíðu keppninnar sem er:

 http://www.enterprise-challenge.com     Þar er m.a. kynning okkar nemenda á verkefninu