Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu

Forsíđa

Fréttir

18. september 2014

Nemendur í jarđfrćđiferđ!

Nemendur í jarđfrćđiferđ!

Í síðustu viku fóru átta nemendur í JAR103 í jarðfræðiferð með kennara sínum Gunnari Baldurssyni. Farið var upp í Mývatnssveit í Kröflueldstöð. Röktu Laxá frá upptökum við Lúdentsborgir yfir syðri flóa í Mývatni niður Laxárdal og niður í Aðaldal. Sól og veðurblíða lék við hópinn allan daginn og ferðin fróðleg og vel lukkuð í alla staði.

15. september 2014

Námsferđ í FSN!

Kennarar og stjórnendur skólans heimsóttu Fjölbrautaskóla Snæfellinga á föstudaginn. Fylgst var með kennslu og kynningu á leiðsagnarmati og kennsluvef sem var eitt aðalmarkmið heimsóknarinnar. Skólinn var skoðaður, rætt við stjórnendur, kennara og nemendur um skólastarfið. Áður en lagt var af stað heim var ljúffenga kjötsúpu snædd í mötuneyti skólans. Við þökkum Jóni Eggerti skólameistara, Hrafnhildi, Sólrúnu og öllum hinum kærlega fyrir góðar móttökur og óskum skólanum velfarnaðar í framtíðinni.

 

 

13. september 2014

Fyrirlestur um skađsemi vímuefna!

Magnús Stefánsson frá Maritafræðslu heimsótti okkur í FSH á síðasta miðvikudag. Hann hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu. Um kvöldið hélt Magnús fyrirlestur í Borgarhólsskóla fyrir foreldra og á fimmtudagsmorgun fyrir 8. 9. og 10. bekk. Ljóst er að við verðum að vera vakandi fyrir þessum vágesti sem eiturlyfin eru og taka höndum saman til varnar unglingunum okkar. Sparisjóður Þingeyinga, Landsbankinn á Húsavík, Íslandsbankinn Húsavík, Húsavik Cape Hotel og Fosshótel styrktu verkefnið og fá bestu þakkir fyrir.


Á nćstunni

10. Október 2014

Miđannarmat

18. Október 2014

Öskudagur

22. Október 2014

Umsjón-val


Stađsetning:

Forsíđa

Toppmynd


Stjórnborđ

Texti í sjálfgefinni stćrđ Texti í stórri stćrđ Hamur fyrir sjónskerta
In EnglishPa DanskPa svenskaIn Deutsch

Nemendafélag FSH