Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu

Forsíđa

Fréttir

27. ágúst 2014

Nýnemar, kórónur og kaka!

Nýnemarnir mættu galvaskir í skólann á mánudaginn. Nemendur í stjórn NEF, þau Jana Björg Róbertsdóttir og Óskar Páll Davíðsson ásamt skólameistara, tóku á móti þeim í anddyri skólans. Í tilefni dagsins fengu nýnemar flottar kórónur og boðið var uppá heilsusafa og ljúffenga súkkulaðiköku. Næsta vika verður nýnemavika sem endar á skemmtiferð. Hér má sjá  Myndir af skólasetningu og fysta skóladegi haustannar 2014.

26. ágúst 2014

Lyfta í FSH!

Sá gleðilegi atburður átti sér stað í gær að lyfta var tekin í notkun í skólanum. H-3 ehf sá um framkvæmdina en AVH ehf á Akureyri hafði umsjón með verkinu. Það eru Fasteignir ríkissjóðs sem standa straum að kostnaði við lyftubygginguna. Hreiðar Másson nemandi á félagsfræðibraut vígði lyftuna. Myndir

25. ágúst 2014

Kennsla hafin!

Í dag mánudag 25. ágúst hófst kennsla í FSH. Gleðilega haustönn 2014!


Á nćstunni

10. Október 2014

Miđannarmat

18. Október 2014

Öskudagur


Stađsetning:

Forsíđa

Toppmynd


Stjórnborđ

Texti í sjálfgefinni stćrđ Texti í stórri stćrđ Hamur fyrir sjónskerta
In EnglishPa DanskPa svenskaIn Deutsch

Nemendafélag FSH