Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu

Forsíđa

Fréttir

16. október 2014

Haustfrí í FSH!

Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október verður haustfrí í FSH. Þessa daga verða nemendur og starfsfólk í öllum skólunum á Húsavík í fríi.

Gleðilegt haustfrí!

9. október 2014

Innritun fyrir vorönn 2015!

Innritun fyrir vorönn 2015 fer fram dagana 1.-30. nóvember nk.  Hægt er að sækja rafrænt um skólavist á slóðinni http://www. menntagatt.is eða með því að senda tölvupóst til Herdísar aðstoðarskólameistara á netfangði herdis@fsh.is.  Drög að áföngum í boði á vorönn er að finna hér.

Athugið að val þeirra nemenda sem þegar eru innritaðir í skólann gildir sem umsókn um áframhaldandi skólavist!

8. október 2014

Heimsókn grunnskólanema í FSH!

Á mánudagasmorgun komu rúmlega 60 grunnskólanemar í heimsókn í FSH. Þetta voru nemendur úr 10. bekk Reykjahlíðarskóla, Borgarhólsskóla, Öxarfjarðarskóla og nemendur í 9. og 10. bekk Þingeyjarskóla. Nemendur fengu létta hressingu þegar þeir komu í skólann og fóru síðan á sal. Skólameistari bauð alla velkomna, starfandi námsráðgjafi og félags-og forvarnarfulltrúi kynntu sig og starfið og stjórn NEF sá um kynningu á skólanum og félagslífi. Þá var farið í ratleik um skólann og leiki í salnum. Nemendur utan Húsavíkur fóru í kynningu í Tún og síðan í hamborgara og franskar í mötuneyti Borgarhólsskóla. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi haft af heimsókninni bæði gagn og gaman.

Myndir


Á nćstunni

22. Október 2014

Umsjón-val

27. Nóvember 2014

Gunna


Stađsetning:

Forsíđa

Toppmynd


Stjórnborđ

Texti í sjálfgefinni stćrđ Texti í stórri stćrđ Hamur fyrir sjónskerta
In EnglishPa DanskPa svenskaIn Deutsch

Nemendafélag FSH