Beint á leiđarkerfi vefsins
Aftur á forsíđu

Forsíđa

Fréttir

28. nóvember 2014

Kvöldvakan Gunna!

Í gær var kvöldvaka í FSH. Samkvæmt gamalli hefð heitir kvöldvaka sem haldin er á haustönn Gunna en á vorönn Jón. Gunna var sem sagt í gær.  Stjórn NEF, ásamt Sigurði Narfa félagsmálafulltrúa, setti upp svið og hljóðkerfi og salurinn var fallega skreyttur. Útskriftanemar sáu um veitingar sem voru ekki af verri endanum má t.d. nefna kakó og tertur. Óskar Páll Davíðsson var kynnir og stoð sig að vonum vel. Nemendur, undir handleiðslu Ingólfs Freyssonar kennara, kynntu og sýndu muni sem þeir gerðu í SMI193. Nína Björk Friðriksdóttir og Karólína Pálsdóttir sungu hvor sitt lagið við undirleik Ágústs Más Brynjarssonar og Alexandra Dögg Einarsdóttir söng tvö lög við undirleik hans. Virkilega fínt tónlistarfólk þar á ferð. Huld Grímsdóttir og Eyþór Traustason kepptu í ,,Minute to win it" og stóðu sig frábærlega vel, fóru heim með fullt af fínum verðlaunum sem fyrirtæki í bænum gáfu. Hjörvar Gunnarsson spilaði jólalag á munnhörpu og kynnir kvöldsins ásamt Birki Bergssyni sungu lagið ,,Lemon tree" við góðar undirtektir. Það er óhætt að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað í alla staði og sjórn NEF á hrós skilið fyrir framkvæmdina.

17. nóvember 2014

Frumsýning!

Leikklúbbur FSH Píramus og Þispa frumsýndi á laugardaginn ,,Beðið eftir Go.Com.Air". Leikritið er eftir Ármann Guðmundsson og Sigurður Illugason leikstýrði. Það er skemmst frá því að segja að sýningin er skemmtileg og fyndin og öllum aðstandum hennar til mikils sóma.


Á nćstunni

8. Desember 2014

Próf 8-17 desember


Stađsetning:

Forsíđa

Toppmynd


Stjórnborđ

Texti í sjálfgefinni stćrđ Texti í stórri stćrđ Hamur fyrir sjónskerta
In EnglishPa DanskPa svenskaIn Deutsch

Nemendafélag FSH